Útskriftahópar Kennaraháskólans hafa verið beðnir um að taka að sér talningar í strætó í annað sinn.
Fyrsta sem þarf að gera þessu tengt er að fá einstaklinga til að taka að sér hópstjórn hverrar leiðar fyrir sig. Að vera hópstjóri er mikið álag og vinna en jafnframt afskaplega skemmtilegt og gefandi. Hópstjórum verður umbunað fyrir þeirra vinnuframlag. Þetta hentar ekki fólki sem er mjög upptekið við annað þessar vikur. Hópstjórar geta valið um að vera eina- tvær eða þrjár vikur.
Hver leið er talin þrisvar – mán-, mið- og föstudaga frá fyrstu ferð til þeirrar síðustu yfir daginn ca 6:15 – 24:00, reyndar misjafnt hversu lengi leiðirnar ganga fram á kvöldið.
Hver einstaklingur fær 1.500 kr. á tímann greiddan sem styrk fyrir verkefnið svo tekjumöguleikar eru allmiklir. Það voru ótrúlega margir í vor sem söfnuðu sér fyrir þeirri ferð sem og eyðslufé.
Frekari upplýsingar verða veittar á þeim fundi.
Kv.
Júlía Þorvalds.
13 september 2007
Strætóverkefni, upplýsingar
Birt af
Nemar
kl.
14:27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli