04 febrúar 2008

Ferðafundur fyrir Mexíkófara :)

Jæja kæru Mexíkófarar
Það verður ferðafundur á miðvikudaginn 6. febrúar kl. 12:00.

Þeir sem ekki hafa geta commentað hér á síðunni enn eru ákveðnir í að fara útskriftarferðina endilega sendið mér tölvupóst á hannskul@khi.is.

F.h. ferðanefndar
Hanna :)

29 janúar 2008

Áríðandi fyrir Mexíkófara

Ákveðið hefur verið að fara til Mexíkó þar sem kosningin leiddi það í ljós.
Ferðanefndin var á fundi með Ómari frá Trans Atlantic og sýndi hann okkur myndband frá Mexíkó og munum við sýna ykkur þetta myndband á næsta ferðafundi :).

Nú þurfum við að vita hverjir ætla pottþétt að fara vegna þess við þurfum að bóka ferðina fyrir þriðjudaginn 5. febrúar.

Verð miðað við tvær vikur í:
Tveir saman í herbergi 166.982
Þrír saman í herbergi 161.196
Fjórir saman í herbergi 158.221

Verð miðast við gegnið 62 krónur

Bestu kveðjur
Ferðanefndin

22 janúar 2008

ÚTSKRIFTARFERÐ

Jæja þá er komið að því að taka ákvörðun um hvert þið viljið fara í útskriftarferð

Það sem er í boði er:

Mexikó 24. maí verð ca. 160.000
Tyrkland 27. maí verð ca. 55.000 – 75.000
Rhodos 24. maí verð ca. 55.000 – 75.000

Veljið þann stað sem ykkur líst best á og setjið nafn, netfang, braut og áfangastað í comment hér að neðan.
ATH. KJÓSA VERÐUR FYRIR FÖSTUDAGINN 25. JANÚAR. (annars missum við af tilboðunum)

Bestu kveðjur
Ferðanefndin

P.S. þið getið skoðað tilboðin, þau voru send sem viðhengi í tölvupósti til ykkar.

Dósasöfnun


Dósirnar sem komnar eru verða taldar á þriðjudagskvöldið kl. 20.00. Ágóðanum verður skipt á milli þeirra sem mæta og taka þátt.

27 september 2007

ENN MEIRI FJÁRÖFLUN

þannig er mál með vexti að ég er að kanna hvort þið, útskrifratnemar, viljið safna enn meiri pening með því að taka þátt í vörutalningum. Ég er nú þegar búin að tala við samkaup hf (eru með samkaup strax, samkaup úrval, nettó , kakó og fleiri góðar verslanir) og þeir eru að skoða hvað þeir geta boðið okkur. En ég ætla ekki að tala við fleiri fyrirtæki ef áhuginn á þessi er lítill þannig endilega látið mig vita hvort þið hafið áhuga á að telja í verslunum, þá get ég farið að tala við 10-11 og fleiri í því sambandi
kv. Halldóra
Súper actív í leit að peningum ;)

19 september 2007

Nú er tækifæri til að vinna sér inn fyrir útskriftaferðinni í vor á fljótlegan og einfaldan hátt!

Að telja í Strætó er verkefni sem útskriftahópar Kennaraháskólans hafa verið beðnir að taka að sér í annað sinn. Verkefnið byrjar mánudaginn 24. september næstkomandi og er greitt í formi styrks fyrir vinnuframlag .

Verkefnið fellst í stuttu máli í því að hver leið er talin þrisvar – mán-, mið- og föstudaga.

  • Greiðslur verða eyrnamerktar þannig að þeir sem taka þátt fá greitt inná sinn eigin reikning.
  • Hópstjórar sjá um að skipuleggja og manna í vagnana.
  • Teljarar (fólk sem mætir og telur í vögnunum) fá greitt 1.500, kr á tímann.
  • Verkefnið stendur yfir í 3 vikur og verður endurtekið aftur í mars/april í vor.
  • Þetta er stórt og viðamikið verkefni sem gefur góðan pening fyrir þá sem hafa áhuga.
  • Allir geta tekið þátt í þessu verkefni en auðvitað viljum við að sem flestir útskriftarnemar nýti sér þetta tækifæri til að vinna sér inn fyrir útskriftaferðinni.
Hópstjórar sem þegar hafa boðið sig fram eru byrjaðir að manna í vagnana og þeir leita nú eftir þinni aðstoð. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu og vinna þér inn pening, á fljótlegan og þægilegan hátt, hafðu þá endilega samband við einhvern af eftirtöldum hópstjórunum:

>Birna Hjaltadóttir Sími: 695-1431
>Júlía Guðrún Sveinbjörnsdóttir sími: 867-1965
>Ólöf Birna Björnsdóttir > Sími 847-3223
>Hanna Skúladóttir sími: 867-4145
>Elvar Snær Kristjánsson >Sími: 864 4754
>Katrín Ósk Garðarsdóttir > Sími: 699-6404
>Halldóra Helga Valdimarsdóttir > Sími: 694-5112
>Hulda Signý Gylfadóttir Sími: 861-1813

13 september 2007

Strætóverkefni, upplýsingar

Útskriftahópar Kennaraháskólans hafa verið beðnir um að taka að sér talningar í strætó í annað sinn.
Fyrsta sem þarf að gera þessu tengt er að fá einstaklinga til að taka að sér hópstjórn hverrar leiðar fyrir sig. Að vera hópstjóri er mikið álag og vinna en jafnframt afskaplega skemmtilegt og gefandi. Hópstjórum verður umbunað fyrir þeirra vinnuframlag. Þetta hentar ekki fólki sem er mjög upptekið við annað þessar vikur. Hópstjórar geta valið um að vera eina- tvær eða þrjár vikur.
Hver leið er talin þrisvar – mán-, mið- og föstudaga frá fyrstu ferð til þeirrar síðustu yfir daginn ca 6:15 – 24:00, reyndar misjafnt hversu lengi leiðirnar ganga fram á kvöldið.
Hver einstaklingur fær 1.500 kr. á tímann greiddan sem styrk fyrir verkefnið svo tekjumöguleikar eru allmiklir. Það voru ótrúlega margir í vor sem söfnuðu sér fyrir þeirri ferð sem og eyðslufé.

Frekari upplýsingar verða veittar á þeim fundi.
Kv.
Júlía Þorvalds.